Flókið og tímafrekt að gera upp fallið flugfélag og fjármál sveitarfélaga
02 October 2025

Flókið og tímafrekt að gera upp fallið flugfélag og fjármál sveitarfélaga

Spegillinn

About
Nær sex þúsund kröfum var lýst í þrotabú WOW air þegar það varð gjaldþrota. Skiptum á félaginu er ólokið, nú sex árum síðar. Skiptastjóri segir margt óvenjulegt í gjaldþroti flugfélags en það séu fyrst og fremst tímafrek dómsmál sem hafi dregið skiptin á langinn.

Mörg hundruð sveitarstjórnarmenn af öllu landinu eru á árlegri fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna. Mikið rætt þar um inniviði, fjárfestingar, fjármögnun og tekju- og verkefnaskiptingu ríkis og sveitarfélaga.