Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út
22 November 2025

Útvarpsþátturinn - Einkunnir Íslands og hringt út

Fotbolti.net

About
Það er hátíðarstemning í útvarpsþættinum Fótbolti.net þessa vikuna. Elvar Geir, Tómas Þór, Benedikt Bóas og Valur Gunnars í hljóðverinu.

Landsliðið er áberandi og undankeppnin gerð upp. Hvaða leikmenn voru bestir hjá Íslandi yfir undankeppnina í heild?

Freyr Alexandersson er í beinni frá Molde og Magnús Már Einarsson frá London. Fréttir vikunnar í Bestu deildinni og enski boltinn rúllar af stað að nýju.