Gamalt og gott: Jónas Sig með Sölva Tryggva
08 January 2026

Gamalt og gott: Jónas Sig með Sölva Tryggva

Podcast með Sölva Tryggva

About

Jónas Sigurðsson varð vinsæll sem söngvari í ,,Sólstrandargæjunum", sem slógu í gegn með lagið ,,Rangur Maður" og sló síðan aftur í gegn mörgum árum síðar með lagið ,,Hafið er Svart". Það sem færri vita líklega um Jónas er að hann er afburðamaður í tölvuforritun og vann um árabil fyrir tölvurisann Microsoft. Þar var hann valinn í hóp efnilegasta fólks fyrirtækisins, en áður en það tók á flug var Jónas orðinn efins um það hvaða stefnu fyrirtækið væri að taka og kom aftur heim til Íslands. Hér ræða Sölvi og Jónas um stöðu upplýsingaflæðis í nútímanum, hvert gervigreind er komin, hversu öflugir algóritmarnir eru orðnir og svo auðvitað um tónlistina og ástríðurnar í lífinu.

Þátturinn er í boði;

Caveman - https://www.caveman.global/

Nings - https://nings.is/

Myntkaup - https://myntkaup.is/

Mamma veit best - https://mammaveitbest.is/

Mama Reykjavík - https://mama.is/

Smáríkið - https://smarikid.is/

Ingling - https://ingling.is/