About
Föstudagsgestur Mannlega þáttarins í þetta sinn er fjölmiðlamaðurinn Þorsteinn J. Vilhjálmsson. Hann hefur unnið við fjölmiðla frá unglingsaldri, hér á RÚV, á Bylgjunni, Stöð 2 og víðar. Hann rekur eigið framleiðslufyrirtæki og hefur framleitt meðal annars fjölda heimildamynda og sjónvarpsþátta. Nú síðast opnaði hann fjölmiðilinn TV1 Magazin, sem hann segir ekki vera eins manns fjölmiðil. Við fengum Þorstein til að segja okkur betur frá þessum nýja fjölmiðli og ferðuðumst í tíma og rúmi með honum.
Svo kom Sigurlaug Margrét til okkar í matarspjallið. Í dag ræddum við mat sem við mögulega borðum þegar okkur líður illa, og þá líka þegar okkur líður vel. Og svo líka mat sem gefur okkur góðar minningar, notsalgískan mat.
Tónlist í þættinum í dag:
Gegnum holt og hæðir / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson, texti Þórarinn Eldjárn)
Who Knows Where the Time Goes / Fairport Convention (Sandy Denny)
Hvernig ertu? / Úlfur Úlfur og Barði Jóhannsson (Barði Jóhannsson, Helgi Sæmundur Guðmundsson og Arnar Freyr Frostason)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON
Svo kom Sigurlaug Margrét til okkar í matarspjallið. Í dag ræddum við mat sem við mögulega borðum þegar okkur líður illa, og þá líka þegar okkur líður vel. Og svo líka mat sem gefur okkur góðar minningar, notsalgískan mat.
Tónlist í þættinum í dag:
Gegnum holt og hæðir / Þursaflokkurinn (Egill Ólafsson, texti Þórarinn Eldjárn)
Who Knows Where the Time Goes / Fairport Convention (Sandy Denny)
Hvernig ertu? / Úlfur Úlfur og Barði Jóhannsson (Barði Jóhannsson, Helgi Sæmundur Guðmundsson og Arnar Freyr Frostason)
UMSJÓN: GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR OG GUNNAR HANSSON