About
Við vorum með tvo föstudagsgesti að þessu sinni, tónlistarfólkið Edda Borg og Jóhann Helgason en þau verða saman á útgáfutónleikum Jóhanns í Bæjarbíói en hann er að gefa út nýja sólóhljómplötu með nýjum lögum en það gerði hann síðast árið 1999. Jóhann og Edda kynntust fyrst þegar þau hittust í því einstaka og sögufræga hljóðveri Hljóðrita fyrir margt löngu síðan. Þau Jóhann og Edda tóku einnig lagið fyrir okkur, já það var lifandi tónlistarflutningur og spjall með þeim í dag.
Matarspjallið var auðvitað á sínum stað, Sigurlaug Margrét kom í heimsókn með svuntuna bundna um mittið og beindi sjónum sínum að kjötsúpunni, lambakjöti og öðrum súpum.
Tónlist í þættinum:
Karen / Bjarni Arason (Jóhann Helgason, texti Björn Björnsson)
Aðeins lengur - Jóhann Helgason og Edda Borg (Jóhann Helgason, texti Björn Björnsson)
She’s Done it Again / Jóhann Helgason og Edda Borg (Jóhann Helgason, texti Andre Matza)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR
Matarspjallið var auðvitað á sínum stað, Sigurlaug Margrét kom í heimsókn með svuntuna bundna um mittið og beindi sjónum sínum að kjötsúpunni, lambakjöti og öðrum súpum.
Tónlist í þættinum:
Karen / Bjarni Arason (Jóhann Helgason, texti Björn Björnsson)
Aðeins lengur - Jóhann Helgason og Edda Borg (Jóhann Helgason, texti Björn Björnsson)
She’s Done it Again / Jóhann Helgason og Edda Borg (Jóhann Helgason, texti Andre Matza)
UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR