Edda Björgvins og Ragnar Bragason föstudagsgestir og morgunmatur í matarspjallinu
03 October 2025

Edda Björgvins og Ragnar Bragason föstudagsgestir og morgunmatur í matarspjallinu

Mannlegi þátturinn

About
Í dag voru föstudagsgestirnir tveir, annar var með okkur hér í Reykjavík, Ragnar Bragason leikstjóri, og fyrir norðan í hljóðveri RÚVAK var Edda Björgvinsdóttir leikkona, en þau frumsýna nýja sjónvarpsþáttaröð, Felix og Klöru hér á RÚV á sunnudaginn. Edda og Jón Gnarr leika titilhlutverkin, hjónin Felix og Klöru sem standa á tímamótum. Við fengum þau auðvitað til að segja okkur aðeins frá nýju þáttaröðinni, en svo fórum við líka aftur í tímann eing og við gerum gjarnan með föstudagsgestum þáttarins, en í dag rifjuðu Ragnar og Edda upp sambandið við ömmur þeirra og afa og það að eldast.

Svo var matarspjallið með Sigurlaugu Margréti auðvitað á sínum stað. Í dag töluðum við um mismunandi morgunmat, jafnvel bröns, íslenskar, amerískar og japanskar pönnukökur, og mismunandi aðferðir til að elda egg.

Tónlist í þættinum í dag:

Handaband / Possibillies (Jón Ólafsson, texti Sigmundur Ernir Rúnarsson)
Kossaflóð / Mugison (Örn Elías Guðmundsson)
Það blanda allir landa upp til stranda / Lónlí blú bojs (Merle Haggard, texti Þorsteinn Eggertsson)

UMSJÓN: GUNNAR HANSSON OG GUÐRÚN GUNNARSDÓTTIR