
20 December 2025
Aukasendingin - Jólabomba: Úrvalslið, orðið á götunni og sögulegt ár Tryggva Snæs
Karfan
About
Aukasendingin fékk góðvin þáttarins Mumma Jones til þess að fara yfir sviðið í Bónus deild karla.
Til umræðu er síðasta umferð Bónus deildar karla, einkunnagjöf fyrir fyrri helming móts hjá öllum liðum, orðið á götunni, sögulega gott ár Tryggva Snæs sem valinn var körfuboltamaður ársins á dögunum, hvaða leikmenn hafi skarað framúr kvennamegin á árinu og þá er valið í tvö úrvalslið fyrir fyrri hluta Bónus deildar karla, annars vegar lið erlendra leikmanna og annað fyrir íslenska leikmenn.
Aukasendingin er í boði Kristalls, Lykils, Bónus, Lengjunnar og Tactica.