
About
Í þessum þætti kíkti stórvinur okkar og Bitcoin sérfræðingurinn Víkingur Hauksson í stúdíóið og fjallaði listilega um viðfangsefni sem hefur verið honum mjög hugleikið undanfarin 3 ár: Vöxtur Bitcoin samkvæmt veldislögmáli. Sjón er sögu ríkari og mælum við eindregið með áhorfi, ekki eingöngu hlustun. Víkingur sýnir gröf sem benda til þess að Bitcoin vaxi samkvæmt veldislögmáli, ekki aðeins með tilliti til verðs heldur einnig annarra þátta. Með hefðbundnum fyrirvörum má styðjast við þessi gröf til að álykta um verðþróun framtíðarinnar og fá vísi að svörum við áleitnum spurningum á við hvenær Bitcoin nær 1.000.000$.