Bitcoin í frjálsu falli - Nautin virðast lömuð af hræðslu. Hvar er botninn?
22 November 2025

Bitcoin í frjálsu falli - Nautin virðast lömuð af hræðslu. Hvar er botninn?

Hlaðvarp Myntkaupa

About

Í þessum þætti halda þeir félagar, Björn og Kjartan, áfram að ræða látlausar lækkanir rafmyntamarkaðarins, en Bitcoin var hársbreidd frá því að falla undir 80.000$ í vikunni. Megináhersla var lögð á að greina ástæður þessa verðhruns, en óhætt er að segja að fæstir greinendur hafi séð eitthvað í líkingu við þetta fyrir. Ýmsar tilgátur hafa þó verið settar fram og var fjallað um nokkrar af þeim og lagt mat á þær.