239 - Kínverska kraftaverkið og orð ársins, bræðibeita
06 December 2025

239 - Kínverska kraftaverkið og orð ársins, bræðibeita

Heimskviður

About
Það eru ekki nema tæp fimmtíu ár síðan kommúnistastjórnin í Kína þar ákvað að opna hagkerfið, leyfa erlendar fjárfestingar og sleppa markaðsöflunum lausum, þó með stífum skilyrðum. Það sem hefur gerst síðan þá er stundum kallað kínverska kraftaverkið: Kína breyttist úr því að vera eitt af fátækustu ríkjum heims í eitt af þeim ríkustu. Hagkerfið þar er nú samkvæmt sumum mælikvörðum það stærsta í heimi og búið að vera það undanfarin ellefu ár. Kína er þannig orðið að stórveldi í viðskiptum og þungavikt í heimspólitíkinni en hvað þýðir það fyrir önnur stórveldi, ekki síst á þessum viðsjárverðu tímum sem við lifum á? Við bregðum okkur til Beijing með Birni Malmquist.

Bræðibeita er orð ársins hjá Oxford-orðabókinni en það er notað yfir efni á netinu sem er ætlað að kveikja bræði eða reiði lesenda til þess að fá fólk til að smella á efnið. Þetta er kallað rage-bait á ensku en notkun þess hefur þrefaldast síðustu tólf mánuði. Oddur Þórðarson segir okkur allt um bræðibeituna.