
About
Aðalbjörg Sigurðardóttir var ein best menntaða kona á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar og skrifaði margt, meðal annars um réttindi kvenna. En viðhorf hennar voru þó líka barn síns tíma og hér er gripið niður í grein sem hún skrifaði í Eimreiðina 1925, þar sem hún fjallar um sálarlíf kvenna og leitast við að sýna að þakklæti kvenna í garð karla sé þeim meira virði en matur og drykkur.